Lýðvarpið FM100.5 sendir út frá Austurvelli kl. 15 í dag
8.6.2009 | 12:05
Steingrímur J Sigfússon er lifandi dæmi um svikin kosningaloforð. Þetta og fleira verður til umræðu í sérstakri útsendingu Lýðvarpsins FM100.5 kl. 15 í dag. Fylgst verður með mótmælum á Austurvelli og þeirri spurningu velt upp hvort ekki hefði verið skynsamlegra fyrir þjóðina að taka upp beint og milliliðalaust lýðræði en berja nú potta og pönnur uppá nýtt við Alþingishúsið nokkrum vikum eftir kosningar. Ný dagskrá er nú í undirbúningi á Lýðvarpinu FM100.5 þar sem fréttir og talmál verður sent út allan sólarhringinn.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Evrópumál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.